Hugtök

Hér eru nokkur grunnhugtök sem þegar eru samþykkt fyrir skilgreiningar, hugbúnaðar- og vefhugtök (takmarkast þó ekki við):

Gætið að samræmi í notkun áreiðanlegra hugtakagrunna sem þegar eru til í tungumálinu. Þessi grunnhugtök gætu verið þróuð og samþykkt af samfélaginu eða skipt út úr öðrum hluta sem fylgir þjóðlegum, alþjóðlegum eða staðbundnum venjum fyrir hugbúnaðar- og vefhugtök. Eftirfarandi skal forðast:

  • Ósamræmd notkun hugtaka innan verkefnis
  • Ósamræmd notkun hugtakagrunna
  • Ósamræmd notkun hugtaka þvert á verkefni
  • Notkun hugtaka úr öðrum fræðigreinum (t.d., ekki nota læknisfræðihugtök í Firefox)

Ábendingar um þýðingu á flóknum hugtökum

Að þýða hugtök sem endurspegla flókin fyrirbæri er vandasamt verkefni. Hér eru nokkrar tillögur til að auðvelda þýðingar á hugtökum sem eiga sér ekki hliðstæður á markmálinu:

  • Skilningur á merkingu hugtaksins á ensku. Skilgreiningar á nokkrum lykilatriðum: http://techterms.com/category/internet
  • Þekking á vörunni og skilningur á virkni eiginleikans.
  • Íhugun um svipaðar hugmyndir um þennan eiginleika fyrir viðeigandi málsvæði.
  • Tenging menningarbundinna ímynda við merkingu og eiginleika hugtaks.

Þróun nýs hugtakagrunns

Hvernig er ferli teymisins til að bera kennsl á og búa til nýjan hugtakagrunn? Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:

  • Forðist að ofnota staðfærslur á enskum orðatiltækjum
  • Athugun á öðrum tungumálum af sömu málafjölskyldu gæti hjálpað til við að búa til ný hugtök
  • Íhugun á markhópi vörunnar (aldur, lestrarkunnátta, menntunarstig, félagsleg og efnahagsleg staða)
  • Ætlarðu að nota tökuorð úr öðru tungumáli eða búa til nýyrði á markmálinu til að viðhalda hreinleika málsins? Er ríkisstjórnarkrafa eða stefna sem hvetur til gerðar nýyrða um ný hugtök, eða nægja tökuorð til þess að ná til breiðari fjölda eða flýta fyrir tækninýjungum?
  • Mælt er með að þýðendur horfi til stjórnvalda og temji sér sama orðaval á svipuðum hugtökum.