Einingar og málfræði
Dagsetningar
Dagsetningar eru skrifaðar á sniðinu dd/mm/áááá, rétt eins og í Evrópu. Mánuðir eru skrifaðir með litlum staf nema í byrjun setninga. Punktur er skrifaður á eftir deginum, dæmi: 20. október 2018.
Dagatal
Gregoríska dagatalið er í notkun á Íslandi. Dagatöl á Íslandi hefjast ýmist á sunnudegi eða mánudegi. Þetta er ekki á föstu.
Tímasetningar
Sólarhringnum er skipt upp í 24 stundir. Klukkan 3 eftir hádegið er því skrifað 15:00.
Tölustafir
Tugastafur (tugabrot) er merkt með kommu (,). Í þúsundabroti er punktur (.) hins vegar notaður.
Dæmi:
1,5
12.350
Gjaldmiðlar
Íslenska krónan er skammstöfuð kr. á Íslandi. Í alþjóðatali er það ISK.
Mælieiningar
Metrakerfið er notað á Íslandi. Birta ætti tölur í metrakerfinu.
Nöfn
Raðað er eftir skírnarnafni fyrst í símaskrá og öðrum skrám á Íslandi.
Heimilisföng og póstnúmer
Götuheiti og númer húss kemur fyrst þegar heimilisfang er skrifað á íslensku. Í næstu línu kemur póstnúmer (þriggja stafa tala) og þar á eftir er bil og síðan bæjarheiti.
Dæmi:
Borgartúni 37
105 Reykjavík
Snið símanúmera
Oftast er símanúmer skrifað með þremur tölustöfum, síðan bil og þar á eftir koma síðustu fjórir tölustafirnir. Einnig sjást símanúmer skrifuð með þremur tölustöfum fyrst, síðan bandstrik og loks síðustu fjórir tölustafirnir.
Dæmi:
516 1000
565-1000
Sjá einnig https://en.wikipedia.org/wiki/Telephone_numbers_in_Iceland
Beygingar og réttritun
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls er mjög hjálplegt tól http://bin.arnastofnun.is/forsida/ Einnig hægt að nota Orðabók.is til að fletta upp beygingum https://www.ordabok.is/beygingar.asp
Tíð
Best er að skoða Ritreglur http://islenskan.is/images/ritreglur-IM-2016.pdf
Setningaskipan
Ritreglur
Skjalið http://islenskan.is/images/endurskodun-ritreglna-heimasida-IM.pdf hefur að geyma hafsjó af almennum ritreglum.
Skammstafanir
Punktar eru jafnan notaðir í skammstöfun og merkir að um styttingu sé að ræða. Sjá kafla 22.6 http://islenskan.is/images/endurskodun-ritreglna-heimasida-IM.pdf
Greinarmerki
Sjá hér http://islenskan.is/images/endurskodun-ritreglna-heimasida-IM.pdf
Áhersla
Íslenska er almennt séð spéhrædd við stóra stafi og er miklu til sparað á þeim bæ. "Stór stafur er alltaf ritaður í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Á eftir upphrópunarmerki, spurningarmerki og tvípunkti er stundum stór stafur, en aldrei á eftir kommu eða semíkommu." (Sjá http://islenskan.is/images/ritreglur-IM-2016.pdf) Einnig er stór stafur í sérnöfnum.
Bandstrik og samsett orð
Íslenska er uppfull af samsettum orðum. Bandstrik er ekki notað í samsettum orðum. Bandstrik eru notuð þegar orði er skipt upp á milli lína sem og í öðrum tilvikum. Sjá nánar kafla 26 http://islenskan.is/images/endurskodun-ritreglna-heimasida-IM.pdf
Forsetningar
Sjá kafla 2.6 http://islenskan.is/images/ritreglur-IM-2016.pdf
Sérstakir stafir
Passa þarf uppá að sérhljóðar séu í réttri stafrófsröð: a, á, e, é, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, ö.
Tilvitnanir
Nota skal gæsalöpp sem er niðri og bendir út í byrjun tilvitna. Loka skal tilvitnuninni með því að nota gæsalöpp sem er uppi og bendir út.
Dæmi: „Hér er tilvitnun.“
Notendaviðmót
- Fyrirsagnir: Ættu að vera stuttar og kjarnyrtar. Gera má ráð fyrir að upprunatextinn taki um 2/3 af leyfilegu plássi. Með þessu móti er svigrúm fyrir aðeins lengri texta í þýðingu án þess að stytta þurfi textann eða nota úrfellingarmerki. Titill á lokasíðu (þ.e.a.s. ekki er hægt að smella lengra) ætti að vera þannig að allur textinn sjáist.
- Hnappar: Fyrsta orðið er með stórum staf. Takmarka við eitt eða tvö orð. Nota ætti sagnorð sem lýsir nákvæmlega virkni hnappsins. Til dæmis: "Hætta við", "Ferill" og "Velja allt".
- Fellilistar með gildum: Fyrsta orðið er með stórum staf. Takmarka við eitt eða tvö orð.
- Greinir: Forðast eins og hægt er. Notendaviðmót hefur takmarkað pláss fyrir texta og með því að nota eingöngu stofn orðsins, þá er mun líklegra að nægilegt pláss sé fyrir textann.
- Úrfellingarmerki: Úrfellingarmerki eru oft á tíðum notuð í notendaviðmóti við að tilgreina styttingu. Úrfellingarmerki ætti eingöngu að nota á "efri" síðum í notendaviðmóti en ekki á lokasíðu (þ.e.a.s. ekki er hægt að smella lengra) þar sem nákvæmari upplýsingar er að finna. Úrfellingarmerki ætti ekki að nota til styttinga. Einblína ætti á að gera notendaviðmótið kjarnyrt og stutt í spuna. Orðskipan á öðru tungumáli þarf stundum að endurraða.