Almennur þýðingavísir Mozilla (sem á við öll tungumál)

Nákvæmni

Þýðingar sem varðveita merkingu

Að varðveita merkingu textans skiptir þýðingarvinnu mestu máli. Þýðandi ætti að skilja upprunatextann fullkomnlega og velja þau orð í þeirra máli sem komast næst því að fanga sömu merkingu, án þess að bæta við meiningu óþarflega, eða þá að glata henni. Það getur reynst erfitt að finna orð með nákvæmlega sömu merkingu í íslensku og einhverju öðrum máli. Til að auðvelda leitina er sniðugt að velta fyrir sér:

  • Hvað þýðir þetta í ensku?
  • Hvaða skilaboðum er höfundurinn að reyna að koma til skila?
  • Hvernig myndi ég koma þeim skilaboðum frá mér á íslensku?

Vélaþýðingar eru ekki enn komnar á það stig að geta þýtt þannig að samhengi varðveitist, svo ef þær eru notaðar í þýðingarferlinu er nauðsynlegt að staðfesta útkomuna áður en hún er send inn. Forðast er að þýða nokkuð beint. Fylgst er með því að orð séu ekki óvart notuð þegar þau þýða annað í ensku en í íslensku, þó þau líti svipuð út eða hljómi eins.

Það sem ekki ætti að þýða

Flýtilyklar

Flýtilyklar er þegar ákveðnir lyklaborðstakkar eru notaðir í sameiningu sem færa mann beint að ákveðnum hluta heimasíðu. Þá er hægt að aðlaga að íslensku með því að velja einn bókstaf til að nota. Flýtilyklar hafa sérlínur í .dtd og .properties skránum sem eru merktar með ".accesskey".

Breytur

Ekki ætti að þýða breytur. Breytur eru orð sem hefjast á sérmerki eins og t.d. $, # eða %. Sem dæmi má nefna $BrandShortName og %S, sem eru hvort tveggja breytur. Það er í lagi að færa breytuna til innan setningar, krefjist þýðingin þess.

Höfundarréttur og skrásett vörumerki

Vörumerki og höfundarréttarvernduð heiti ætti ekki að þýða né yfirfæra í órómanskar leturgerðir. Sjá vörumerkjavísi Mozilla.

Þýðingar á tilvísunum í staðbundna menningarþætti

Það kemur fyrir að efni á ensku í vörum og vefsíðum Mozilla gera tilvísanir í amerísk menningarhugtök. Þegar þýða á slíkan texta er best að reyna að finna sambærilegt menningarlegt fyrirbæri í íslensku sem færir sömu merkingu og sú enska. Sem dæmi gæti Ameríkani sagt, "Good job, home run!" en það er vísar í velgengi í hafnarbolta. Eðlileg þýðing myndi gera sambærilega myndlíkingu í íslenskri menningu. Ef við tökum yfirfærslu í golf sem dæmi, þá myndi þýðingin "Good job, home run!" verða á við "vel gert, hola í höggi!"

Lagalegur text

Verkefni Mozilla hafa yfirleitt eitthvern lagalegan texta, t.d. í formi notandaskilmála, friðhelgisyfirlýsinga og þess háttar. Þýða ætti slíkan texta í samhengi við þá nákvæmni, færni, stíl og orðanotkun sem fjallað er um í þessum þýðingavísi og í samhengi við menningu og gildi Mozilla.

Færni

Til að enda með náttúrulega þýðingu ætti ekki að fylgja í blindni reglum um málfræði, stafsetningu og greinarmerki, heldur þarf að forðast að textinn verði óljós, skorti samræmi eða samhengi, eða verði einfaldlega óskiljanlegur.

Til að koma í veg fyrir að texti verði óljós þarf þýðandinn að skilja vel þá merkingu sem býr í upprunatextanum, þ.m.t. tilvísanir sem gætu leynst í honum. Til dæmis ef enski upprunatextinn notar orðið "it" til að vísa í eitthvað, þarf þýðandinn að vita nákvæmlega hvað það er til að geta framreitt skýra þýðingu. Það að skilja upprunatextann gefur líka þýðandanum færi á að nota rökfræðilegan framgang upprunatextans í þýðingunni, sem hjálpar henni að halda samhengi.

Ósamræmi getur birst í mörgum myndum. Þýðandi þarf að gæta samræmis þegar notaðar eru styttingar, vísanir og tenglar innan hvers verkefnis sem stendur til að þýða. Þessir hlutir verða einnig að vera í samræmi við hvernig Mozilla notar þá og hvernig samþykkt hefur verið að nota þá í þýðingarvísum annarra þýðingarteyma. Eins og á við um hvaða hugtök skal nota, ættu skammstafanir að koma frá viðurkenndri heimild (t.d. skammstafanaorðabók) eða fylgja algildum reglum tungumálsins um hvernig á að skammstafa. Þegar skammstöfun hefur einu sinni verið notuð þarf að gæta þess að hún sé gerð eins alls staðar þar sem hún kemur fyrir síðar meir. Millivísanir (og tenglar) ættu að vera gerðar eins í allri þýðingunni. Komi fyrir tengill (URL) í viðaukagrein sem er á ensku ætti þýðingin að innihalda tengil á þýdda útgáfu af þessari viðaukagrein, sé hún til, eða þá viðaukagreinina á upprunamálinu. Tenglar ættu ekki að áframsendast milli síða, né þá vera ónýtir.

Svo getur komið fyrir að þýðingu sé erfitt að skilja fullkomnlega. Það getur jafnvel verið erfitt að segja hvað sé nákvæmlega að, en tilfinningin fyrir því að hún sé ruglingsleg og óþjál sé samt til staðar. Þó slíkt sé óalgengt, þá er mikilvægt að benda á þær þýðingar sem virka svona á mann og stinga uppá lagfæringu.