Stíll

Stíll þýðingarteymisins er að miklu leyti í þess eigin höndum að skilgreina. Hann er hluti af leiðbeiningum og stöðlum samfélagsins til að þýða strengi innan hverrar tegundar verka. Stíll nær til ýmissa þátta, svo sem formlegheita, blæbrigða, eðlilegra orðatiltækja, meðhöndlunar menningarviðmiða, orðalags, slangurs og að viðhalda samræmi milli Mozilla og þriðja aðila. Þýðingateyminu er gert að skilgreina þessi stílbrigði fyrir staðfærslu á Mozilla-verkefnum yfir á markmálið. Skoðum þessi meginhugtök stíls.

Formlegheit og blæbrigði

Þegar formlegheit eða blæbrigði eru skilgreind fyrir Mozilla verkefni skulu eftirfarandi spurningar hafðar í huga:

  • Hverjir eru tilvonandi notendur og hver er bakgrunnur þeirra?
  • Hvernig mun tilvonandi notandi búast við að eiga samskipti við forrit? Til dæmis, myndi hann búast við vingjarnlegum, hversdagslegum samskiptum?
  • Er formlegt orðaval viðeigandi fyrir öll Mozilla forrit tungumálsins, eða bara sum þeirra? Hver þeirra?
  • Er óformlegt orðaval viðeigandi fyrir öll Mozilla forrit tungumálsins, eða bara sum þeirra? Hver þeirra?

Raunar ætti staðfærslan ekki að byggjast á meiri né minni formlegheitum en krafist er skv. þessum stílreglum, ákveðnum af samfélaginu. Dæmi um þetta væri að nota „ýta hér“ (án málfræðitölu) frekar en „ýtið hér“ (í 2. persónu). Ennfremur ættu blæbrigðin sem beitt er í þýðingarverkefnum að halda innra samræmi.

Eðlileg orðatiltæki

Notkun eðlilegra orðatiltækja lætur þýðinguna hljóma eðlilega fyrir þá sem eiga málið að móðurmáli. Ef þýðingin er ekki í samræmi við þýðingavísinn um staðbundin eða eðlileg orðatiltæki, þá er útkoman meðalgóð og/eða vandræðaleg þýðing. Teymin skulu gæta sín að taka þau fyrir og hafa í huga meðan þýtt er, sem er ástæða þess að þetta er mikilvægur hluti þýðingavísisins. Dæmi um eðlilegt orðatiltæki í þýðingu er spænski frasinn "En ocho días". Á íslensku væri það þýtt „eftir átta daga“ eða „eftir viku“. Hið síðara er dæmi um náttúrulega þýðingu, þótt hvort tveggja myndi teljast rétt.

Í þessum hluta eru leiðbeiningar um hvernig skal leggja til eðlilega hljómandi þýðingu (staðfærslu). Það gæti tekið smá stund og reynslu að finna réttu dæmin til að taka fram og búa til réttu leiðbeiningarnar á þínu tungumáli.

Meðhöndlun menningarviðmiða, málshátta og slangurs

Menningarviðmiðanir, málshættir og slangur krefjast fulls skilnings á tilvísunum milli menninga upprunamáls og markmáls. Dæmi um menningarlega tilvísun á ensku væri frasinn „kick-off meeting“. Þetta er tilvísun sem notar hugtak úr amerískum fótbolta. Það merkir fundur til þess að hefja verkefni. Til að þýða það er hægt að fylgja annarri af eftirfarandi leiðum:

  1. Finna hliðstæðan frasa á markmálinu.
  2. Fjarlægja tilvísun í menningu og þýða kjarna málsins (t.d., „byrjunarfundur“).

Nota skal almenna, góða íslenska frasa sem endurspegla merkingu upprunamálsins, svo lengi sem það er hægt. Séu þeir ekki fyrir hendi, ætti að leitast við að þýða kjarna setningarinnar eins eðlilega og hægt er án þess að nota upprunamálsfrasann.

Stílsamræmi

Að lokum ættu vörumerkja- og þýðingavísar Mozilla og annarra aðila að vera virtir alls staðar í þýðingaverkefnum. Frekari upplýsingar um vörumerkjareglur sem einskorðast við Mozilla má finna hér: https://www.mozilla.org/en-US/styleguide/identity/firefox/branding/. Ekki ætti að þýða ákveðin vörumerki, eins og t.d. „Firefox“. Önnur vörumerki sem ekki hafa neinar merkingarreglur þarf hvert þýðingateymi að ákveða hvort eigi að þýða. Kannið vörumerkjareglur áður en ákveðið er hvort nöfn eiga að vera þýdd (hvort sem það er fyrir Mozilla eða þriðja aðila) og teljið upp í þýðingavísi.